Dagur í U-20 hjá HSÍ

13.jún.2016  09:32

Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal þjálfarar u-20 ára landsliðs karla hafa valið 20 manna hóp til æfinga fyrir EM sem fram fer í Danmörki í júlí og ágúst.  Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Slóveníu og Spáni.

Þeir félagar völdu Dag Arnarsson frá ÍBV en Dagur er eins og við Eyjamenn vitum mjög mikið efni í handboltanum.

Fyrsta æfing liðsins er miðvikudaginn 15. júní kl.6.45 í Kaplakrika.  Liðið mun æfa til 23.júní en þá heldur liðið til Sviss til að taka þátt í æfingamóti.

ÍBV óskar Degi innilega til hamingju með þennan árangur