Fótbolti - Tilkynning frá ÍBV Bakhjörlum

10.apr.2018  09:53

Frá og með næstu mánaðamótum verða eldri verð allra greiðslna uppfærð í 2.500kr.
Nokkur eldri verð voru í gangi, 1.750 og 2.000kr (áður Silfurkort).

Síðustu 3 ár hefur aðeins verið einn klúbbur sem kallaður var Stuðningsmannaklúbburinn en fær núna nýtt heiti, ÍBV Bakhjarl.

Bakhjarlar fá árskort á heimaleiki í deild sem og kaffi í klúbbhúsinu. Einnig eru ýmsar uppákomur eins og fríar rútuferðir á valda leiki sem og freyðandi upphitun fyrir valda leiki í klúbbhúsinu.

Íbúar á fastalandinu fá einnig frítt á stuðningsmannahitting í bænum í tengslum við útileik sem og skipulagða dagsferð á valda heimaleiki.

Árskort í áskrift verða 1.500kr á mánuði áfram, eldri verð verða leiðrétt.
Árskortin munu kosta 20.000kr í eingreiðslu á skrifstofunni.

 

ÍBV er ekkert án sinna Bakhjarla og því fleiri sem þeir eru, því öflugra er knattspyrnulið ÍBV. 
Skráning er alltaf opin á ibvsport.is/page/bakhjarl

Skráðu þig núna og taktu þátt í að ná árangri með okkur.

Skrá í ÍBV Bakhjarl