Handbolti - Sandra spilar með U-20 á HM í Eyjum um helgina

20.mar.2018  11:12

Um helgina spilar íslenska kvennalandsliðið U-20 ára í undankeppni fyrir HM, riðill Íslands verður leikinn hérna í Vestmannaeyjum um næstu helgi 23. - 25. mars.

Landsliðsþjálfararnir Stefán Arnarson og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hafa valið Söndru Erlingsdóttur í hópinn sem tekur þátt í þessu verkefni. En til gamans má geta að frænka hennar og fyrrverandi leikmaður ÍBV, Þóra Guðný Arnarsdóttir er einnig í hópnum.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og viljum við hvetja Eyjamenn til að kíkja í íþróttahúsið og hvetja íslenska liðið til dáða.

Tímasetningar leikja:

23. mars

Þýskaland - Litháen kl. 17:00

Makedónía - Ísland kl. 19:00

24. mars

Litháen - Makdeónía kl. 14:00

Ísland - Þýskaland kl. 16:00

25. mars

Makedónía - Ísland kl. 10:30

Ísland - Litháen kl. 12:30