Yngri flokkar - Eyþór Orri í hóp hjá KSÍ í U-15

24.okt.2017  09:11

Tekur þátt í æfingaleikjum gegn Færeyjum

Dean Martin, landsliðsþjálfari U-15 karla, hefur valið Eyþór Orra Ómarsson til þátttöku í leiki gegn Færeyjum dagana 27. og 29. október, en þetta er fyrsti landsleikur Íslands í þessum aldursflokki í töluvert langan tíma.

Föstudaginn 27. október verður leikið í Egilshöllinni og hefst leikurinn kl. 20:00. Sunnudaginn 29. október verður leikið í Akraneshöllinni og hefst leikurinn kl. 14:00.  

ÍBV óskar Eyþóri Orra innilega til hamingju með valið.