Yngri flokkar - Hæfileikamót KSÍ fyrir drengi

12.okt.2017  11:13

2 drengir frá ÍBV tóku þátt

Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fór fram í Kórnum í Kópavogi dagana 7. – 8. október. Mótið fór fram undir stjórn Dean Martin en undanfarið hefur hann ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og var þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Dean Martin boðaði þá Elmar Erlingsson og Eyþór Orra Ómarsson til þátttöku í þessu móti.

ÍBV óskar drengjunum til hamingju með valið og við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.