Fótbolti - Pepsi-deild karla ÍBV - Grindavík 14.09.17

11.sep.2017  16:00

Fimmtudaginn 14. september kl 17:00 mætir ÍBV, Grindavík á Hásteinsvelli.
Stuðningsmenn ÍBV á fastalandinu hafa veitt liðinu góðan stuðning og hefur liðið svarað kallinu í þeim leikjum.
Undanfarna heimaleiki hefur vantað nokkuð uppá mætingu á völlinn og stuðning við liðið á heimavelli. Úr þessu verða Eyjamenn að bæta á fimmtudaginn kemur, fjölmenna á völlinn og hvetja liðið áfram.
Það er enginn vafi á öðru en að Grindavík eigi eftir að veita okkur hörkuleik, líkt og vant er þegar þessi sjávarpláss mætast á knattspyrnuvellinum.

Áfram ÍBV