Handbolti - ÍBV - Akureyri

28.mar.2017  11:03

Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið. Akureyri er sem stendur í neðsta sæti en aðeins tvö stig eru í næsta lið, þannig að þeir eiga ennþá von um að bjarga sér frá falli með sigri. ÍBV er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn en FH, Haukar og ÍBV eru öll með jafnmörg stig á toppnum. Þó það sé bil á milli liðanna á töflunni þá hefur það sýnt sig í deildinni í vetur að öll liðin hafa verið að taka stig hvert af öðru og menn þurfa að mæta af fullum krafti í hvern leik ætli þeir sér sigur. 
Það hefur verið alveg magnað að vera á undanförnum heimaleikjum og hafa leikmenn talað mikið um hvað það gerir mikið fyrir þá að hafa svona mikið af áhorfendum í stúkunni. 
Nú er um að gera að drífa sig á völlinn og hvetja strákana áfram.
Það verða seldar pizzur í hálfleik og barnapössun verður í sal 1.

Áfram ÍBV