Fótbolti - ÍBV semur við Mees Junior Siers

09.mar.2015  12:40
Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við hollenska leikmanninn Mees Junior Siers. Hann er 27 ára og lék síðast með danska úrvalsdeildarliðinu Sönderjyske.  Mees kom til reynslu hjá ÍBV fyrir stuttu síðan og kom þá skýrt í ljós að þar er á ferð kraftmikill og öflugur leikmað
Mees á að baki yfir 100 leiki í hollensku 1. deildinni með félögunum AGOVV Apeldoorn og Helmond Sport.  Hann á einnig að baki landsleiki með yngri landsliðum Hollands.
 
Mees getur bæði leikið í stöðu bakvarðar sem og á miðsvæðinu, en er aðallega hugsaður sem miðjumaður hjá ÍBV.
 
Mees verður mikilvægur hlekkur í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt lið ÍBV, sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.  Markmið félagsins og Jóhannesar Harðarsonar þjálfara liðsins, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.
 
Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti Mees og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV.
 
Knattspyrnuráð ÍBV býður Mees velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum.
 
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.