Handbolti - Dæmdu og þér verðið dæmdur

19.okt.2005  14:30

Persónulegir þankar Hlyns Sigmarssonar

Vegna skrifa undirritaðs á heimasíðu félagsins sl. sunnudag eftir leik Fram og ÍBV tel ég rétt að opna mitt hjarta aftur. Fjölmiðlar sem og einstaklingar hafa beðið mig um að útskýra betur ýmis ummæli og færa rök fyrir þeim. Það mun ég hér gera frá mínu hjarta. En munum að enginn er fullkominn og að oftast telur maður sín börn fegri en annarra.

Störf Dómara

Byrjum á þætti dómara. Strax eftir leik fæ ég símtal frá einum aðila sem ég þekki vel en er áhagandi annars liðs og telur hann að það hafi verið mjög að ÍBV vegið í dómgæslu þessa leiks. Stuttu síðar er í ég í sambandi við annan aðila sem tengist einnig öðru liði og tjáir hann mér að dómararnir hafi verið slakir og eflaust hafi aðeins hallað á ÍBV síðustu mín leiksins. Síðan ræði ég við þjálfara ÍBV sem er heldur ekki sáttur við dómgæsluna. Eftir þetta rita ég mín orð um dómgæslu leiksins og það getur vel verið að ég hefði mátt draga úr ummælum mínum um þeirra störf og er ég fyrsti maður til að viðurkenna það að kvæsi ég í byrjun er ósáttur er en oft rennur sú reiði úr mér fljótlega. Ég hef oft látið dómara heyra það í leik og oft farið yfir strikið, oftast hef ég þá er reiði minnir linir og ég séð að ég hef haft að miklu leiti rangt fyrir mér farið til dómara og beðið þá afsökunar.

Undirrituðum fannst eftir að hafa heyrt frásagnir þessara þriggja ólíkra manna að svo mjög hafi hallað á ÍBV í þessum leik og ég fannst mér ekki geta annað en tjáð mig um þetta mál og látið í mér heyra. Ef satt sé þá spyr maður sig hvaða hvatir liggja á bak við að þeir dæmi gegn ÍBV. En ef þetta er tóm vitleysa í mér að þeir hafi alls ekki dæmt á móti ÍBV þá bið ég þá afsökunar á því.

Ég hef að ég held aldrei fjallað um störf dómara í ritum mínum um leiki hér á heimasíðu ÍBV og hef ég nú fjallað um marga leikina. Þar hef ég ekki farið orði um dómgæslu leikja að mig minnir og hef ég haft það fyrir sið þar sem oft kemur það fyrir að maður er ósáttur við þeirra dóma en þeir gera eins og aðrir mistök. Aftur á móti heyrir maður í fólki sem tjáir sig um að ég sé að vega að dómurum en skoða þá ekki hvernig þau sjálf, heimasíður liða og dagblöðin fara um dómara á hverjum degi, en það afsakar ekki mín orð. En eftir því virðist tekið undirrituðum til lasta er ég tjái mig um dómara. Enda ligg ég ekki á þeirri skoðun minni að mér hefur fundist dómarar sem og önnur lið bera ákveðin kala til ÍBV. Til að mynda finnst mér eins og lið séu á móti velgegni sem stundum hefur verið undanfarin ár. Ég skil það kannski er vel gengur eins og með kvennaliðið að menn verði á móti meisturum til margra ára. Aftur á móti fann maður ekki til mikillar samkenndar frá öðrum liðum eða handbolta áhugamanna í úrslitakeppni karlaliðs okkar gegn Haukum sem hafa nú unnið eiginlega allt undanfarin ár. Þá voru mjög krítísk dómgæsla í bikarleik gegn ÍR sem og í úrslitakeppni gegn Haukum. Þá var mér í tvö skipti hent út af leikjum af dómurum fyrir að tjá mig eins og ég hef tjáð mig undanfarin 8 ár úr áhorfendastæðum og í eitt skipti beðinn um að færa mig af dómurum og í annað skipti veitt tiltal. Allt var þetta á síðasta ári. Maður spyr sig hvers vegna loks nú og er maður sá eini sem lætur ófriðlega á pöllunum.

Dómarar hafa vald til að dæma hvað sem þeir vilja á leikvelli sem og að henda t.d. áhorfenda út fyrir að tjá sig um þeirra störf. Þegar út af leikvelli (eða víst keppnishúsi) þá er víst orðið málfrelsi og þá getur maður loks rætt störf dómara og þeirra verk. Þá hlítur maður að mega nota það en eins og dómarar þá gerir maður mistök eins og og maður getur séð við endursýningar. En dómarar verða að geta tekið gagnrýni á sín störf þar sem þeir hafa ægisvald í keppnishöllum og þeirra vald er það eitt sem gildir og því verða þeir að fara vel með það vald. Þar sem niðurstaða þeirra skiptir sköpum í enda móts er ákveðið er hver það eru sem standa uppi sem sigurvegarar og hver það eru sem falla.

Leikmenn, aðstandendur liða og áhangendur leggja allt sitt undir í leikjum og því skiptir miklu máli að sanngjirni sé gætt í dómgæslu og mikilvægt að svo sé svo að jafnræði sé gætt í þeim málum. Í lífinu gerist það að ekki verður ölluð til vina og sumir bera kala til hvors annars eins og Davíð og Jón Ásgeir osframv. Maður spyr sig að því getur verið að dómarar beri kala til ákveðna lið sem gæti komið niður á dómgæslu þeirra? Alveg eins og menn tala um að menn megi ekki dæma hjá sínu liði, sínu landi osframv. vegna þess að þá sé hætt á að þeir mismuni liðum. En þeir eru dómarar, dómarar eiga ekki að mismuna en hvers vegna er þessi regla þá í gildi? Hvers vegna varð einn þekasti knattspyrnudómari heimsins að hætta vegna auglýsingasamnings við bílafyrirtæki er var einn aðal styrktaraðili nokkra knattspyrnuliða og menn töldu hættu á hagsmuna árekstrum þar. Ég spyr dettur mönnum í hug að einn besti knattspyrundómari heimsins fari að mismuna liðum vegna þess að hann sé með auglýsingasamning við ákveðið bílfyrirtæki? Nei, hann sagði, það verður að vera yfir alla vafa hafið að ég sé ekki að hygla ákveðnum liðum. Þá kann maður að spyrja sjálfan sig að því hvort að það gildi ekki sama er maður hefur betri tengsl við t.d. leikmenn, þjálfara eða áhangendur ákveðins liðs? Því miður er það algilt t.d. í lífinu að tengsl skipta máli. Maður byrjar lífið að maður fær vinnu að því að foreldrar manns hafa kannski tengsl við ákveðið fyrirtæki, fær afslátt af bíl að því að Jón vinur minn er að vinna hjá bílaumboði. Þetta er því miður lífið í dag og maður spyr sig nær það EKKI YFIR ALLT LÍFIÐ?

Starf dómara er vanþakklátt starf, sem og leikmanna og stjórnarmanna félaga. Við erum öll að fá krítík á okkur úr öllum áttum og þau einu sem gera þetta alveg frítt eru stjórnarmenn og einstaka leikmenn. Ég virði dómara og finnst aðdáunarvert það starf sem þeir leggja á sig og því miður er þetta oft vanþakklátt starf og m.a. vegna manna eins mér. Allir hafa samt sem áður gott af gagnrýni en að sjálfsögðu þarf hún þá að vera málefnaleg en því miður er hún það sjaldnast er störf dómara eru gagnrýnd.

Íslansmeistaratitill getur oltið á einu smá atriði í leik og því er mikilvægt að vel sé vandað til verks og að algjörs hlutleysis gætt án nokkurs vafa. Til að mynda var það eftirlitsdómari sem hafði e.t.v. af okkur titil á síðasta ári sem dæmdi algjörlega rangt og það var hægt að sýna fram á með sjónvarpsupptköku og það góða við það er að þar er ekki neitt huglægt mat sem skipt máli og ekki hægt að fela sig bak við það. En hvað gerði ÍBV, í stað þess að standa við sína kæru eins og ÍBV hafði hugsað sér og það hefði haft í för með sér að keppnistímabilinu hefði frestast til lok maí, já þá dró ÍBV kæruna til baka vegna þess að þeir bæru hagsmuni handboltans ofar sinna hagsmuna. Þetta getur forysta HSÍ vitnað til.

Maður bíður þannig alla dómara velkomna á leiki ÍBV og vonar að ég og þeir eigi eftir að standa sig. Þá væri einnig gaman að sjá dómara sem ekki hafa sést lengi koma til Eyja þar sem það er orðið langt um liðið að sum pör hafa komið til Eyja.

Handboltaforystan

Ég hef oft rætt málefni handboltafyrstunar og þá oftar en ekki beint til viðkomandi eða með skrifum mínum openberlega. Er maður hefur starfað í mörg ár í kvennahandbolta og hjá landsbyggðarliði þá veit maður að maður þarf að berjast fyrir sínu. Þó mörgum finnist það skrítið þá kynnist maður því ekki fyrr en á reynir. Minnihluta hópar þekkja þetta og til að skilja þetta þá þarf maður að hafa verið í minnihlutahóp einhvern tímann.

Ef við byrjum kannski á byrjuninni, þá virði ég mjög störf þeirra Róberts og Einars hjá HSÍ og er ofasta ekki að lasta þá er ég tjái mig heldur okkur sem handboltaforystu og bæði störf mótanenfndar sem og annarra nefnda. En maður þarf einnig að muna að störf þeirra eru ekki auðveld. Bæði Róbert og Einar hafa í flestum tilfellum reynst okkur í Eyjum mjög vel þótt ekki sé maður ávallt sáttur við allt. Munum að þeirra starf er ekki auðvelt.

Mótanefnd

Mótanefnd og hennar störf beinast að miklu leyti að setja upp mótið og síðan að taka á málefnum sem koma upp á hverjum vetri. Sem betur fer hefur verið tekin upp sú stefna í 99% tilfella að neita félögum um breytingu á leikdegi. Aftur á mót verður maður að gagnrýna þegar það er leyft og síðan ekki hjá öðrum þótt aðstæður geti verið misgóðar. Vandræði okkar hér í Eyjum eru ferðalögin og förum við með liðin okkar í 20-30 skipti upp á land að á ári er liðin á höfuðborgarsvæðinu fara í 2 ferðir. Því mundir maður halda að algengara væri að við værum að biðja um breytingu á leikdegi eða leiktíma. Aftur á móti virðirst það vera á hinn veginn þar sem nú er aðeins stutt liðið á mót og við búin að spila 4 heimaleiki og búin að fá eina beiðni um breytingu á leikdegi og eina breytingu á leiktíma. Aftur á móti höfum við ekki sent inn neina beiðni um breytingu til liða nema sú að við vorum að biðja um að HSÍ mundi passa upp á að sjónvarpsleikur kvk liðs okkar gegn Val og heimaleikur kk liðs okkar gegn Fylki yrði ekki á sama tíma, sem er víst algild regla en við ekki haft áhyggjur á því hingað til þótt lið okkar spili á sama tíma úti og heima, nema þegar um sjónvarpsleiki er að ræða. Þannig að fólk í Eyjum geti séð báða leikina. Ekku erum við með það marga áhorfendur að við megum við því að missa marga.

Hér að neðan er síðan að sjá bréf frá mótanefnd þar sem hún er að hafna breytingu á leik hjá okkur til að mig minnir til að samnýta ferð og minnka þannig ferðakostnað.

Bréfið frá mótanefndar:

"Beiðni dags. 25. október s.l. um að leik Fram - ÍBV í efstu deild kvenna verði flýtt til 8. nóvember 2004.

Þann 27. júlí 2004 sendi mótanefnd frá sér lokadrög að leikjum í efstu deild kvenna. Frestur til þess að koma með athugasemdir rann út þann 10. ágúst. Engin erindi bárust.

Ofangreind lokadrög, sem síðan urðu hin endanlega leikjaniðurröðun, voru samin eftir óskum félaganna um heimaleiki.

Það er ófrávíkjanleg stefna mótanefndar að hvika ekki frá áður samþykktri leikjaniðurröðun, nema fyrirmæli í reglugerð HSÍ bjóði svo, enda er uppsetning leikja samin að tillögu félaganna, eins og áður segir.

Af ofangreindum ástæðum, hefur mótanefnd, hafnað beiðni ykkar.

Vegna breytinga sem varð á leik FH – Víkings, sem vitnað er til í pósti þínum þann 2. nóvember, er þess að geta að mótanefnd hafði hafnað beiðni FH um tilfærslu á þessum leik, með sömu rökum og að ofan greinir. Aftur á móti féllst mótanefnd um síðir á tilfærsluna vegna mjög sérstæðra kringumstæðna þar sem um var að ræða 75 ára afmælishátíð FH. Því miður, vegna fyrirhyggjuleysis forráðamanna FH, var ekki tekið tillit til þessar stórhátíðar félagsins áður en lokaplan deildarinnar var gefið út. Mótanefnd hefur átalið mjög þetta fyrirhyggjuleysi FH, sem hún telur mjög ámælisvert, og hefur komið þeim skilaboðum til viðeigandi aðila. Engu að síður telur mótanefnd að sú breyting, sem heimiluð var á leik FH og Víkings, sé ekki fordæmisgefandi á nokkurn hátt. "

Þá má ekki gleyma leik er átti að fara fram hér í Eyjum síðasta vetur í 8 liða úrslitum gegn hinum einu sönnu Framörum :) En því miður var tilkynnt um frestun á leiknum áður en ófært var til Eyja.

Hér má sjá útdrátt úr vikublaðinu Fréttum er birtist um þetta mál:

Á þriðjudagskvöld átti fyrsti leikur ÍBV og Fram að fara fram hér í Eyjum en liðin eigast við í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Eins og gefur að skilja var mikil eftirvænting í Eyjum eftir leiknum enda hefur ÍBV ekki oft komist í úrslitakeppnina undanfarin ár og aldrei verið spáð eins góðu gengi og í ár. Það kom því eins og ísköld vatnsgusa þegar HSÍ tilkynnti að leiknum væri frestað vegna ófærðar. Tilkynningin kom frá HSÍ um fjögurleytið en þá var ekki enn búið að fresta áætlunarflugi Landsflugs og samkvæmt upplýsingum sem forráða- menn handboltans fengu þá var flugfært til Eyja. Hins vegar var veðurspáin slæm og ljóst að spáin hefur ráðið því hvort af leiknum yrði eða ekki.

Við megum samt ekki gleyma hinu skemmtilegasta atriði mótanefndar er hún hafði kannski af okkur einn titil (sem við samt lítum á sem okkar), þ.a.a.s frestun á leik MeistaraMeistaranna hasutið 2003 vegna veikinda Haukastúlkna. Sú frestun var tilkynnt með einungis þriggja tíma fyrirvara að mig minnir. Sá leikur hefur ekki enn farið fram.

Félagskipti

Á ársþingi HSÍ árið 2004 var undirriatður sem og ÍBV harðlega gagnrýnt að flestum félögum landsins fyrir að ræða við samningsbundna leikmenna og heyrðist á þessu þingi einna mest í fulltrúum Stjörnunnar. Var þessi vinnubrögð mjög átalin og sagt að við ættum að skammast okkar fyrir þau. Þetta varð til þess að á þessu þingi var lögum sambandsins breytt þannig að nú kom inn sektarákvæði sem var ekki fyrir þannig að HSÍ gat ekkert gert við þessum viðræðum okkar við aðra leikmenn en gat nú með þessari breytingu sektað lið um kr. 50þús. Þess má einnig geta að að vorið 2004 áður en sektarákvæðið kom inn höfðum við samband við einn leikmann Hauka og þá hafði þáverandi formaður Hauka samband við undirritaðan og lýsti því yfir að þetta væru léleg vinnubrögð og þeir mundu aldrei viðhafa slík vinnubrögð.

Undirritaður taldi á ársþingi 2004 og telur enn að það megi ræða við samningsbundna leikmenn enda skil ég ekki hvað mælir á móti því. Má viðkomandi ekki vita að annað lið hafi áhuga á honum fyrr en 1. júlí hvert ár eða eftir 3 ár? Hvernig eiga þá liðin að skipuleggja sín lið? Á allt að gerast í júlí? Værum við sátt ef einhver mætti ekki koma til okkar og bjóða okkur nýja vinnu þar sem við hefðum nú þegar vinnu? Þetta þekkist hvergi nema á Íslandi og að sjálfsögðu í handbolta. T.d. mega knattspyrnumenn ræða við önnur lið er 6 mán eru eftir af samningi.

Til að mynda eru félagskipti Kára Kristjánssonar í Hauka tilkynnt á heimasíðu Hauka þann 16. maí, Samúels Ívar Árnasonar þann 27. maí og Guðbjargar Guðmannsdóttur þann 13. júní. Ég tel að þessir leikmenn hafi þá veirð samningsbundir ÍBV eflaust hafa Haukar rætt mun fyrr við þessa leikmenn en þessar dagsettningar segja til um. Þar sem þetta eru þær dagsettningar er þeir gengu í Hauka.

Þá tilkynnti Stjarnan þann 12. maí sl. um félagskipti þeirra Roland Eradze og Tite Kalandadze í Stjörnuna. Eflaust hafa þeirra samningaviðræður byrjað mun fyrr og höfum við áræðanlegar heimildir fyrir því að þær hafi verið byrjaðar fyrir úrslitkeppnina við Hauka.

Fyrir utan þetta voru mörg önnur lið búin að ræða við þessa leikmenn og hefði hvert það átt að vera sektað um 50þús kr. Greiðsla til HSÍ hefði getað numið allt að 1 miljón króna vegna þessa máls, mis mikið á lið. Við sendum inn kæru til HSÍ í byrjun sumars. Loks í ágúst kemur svar við því og í bréfinu sagt að því miður sé ekki hægt að gera þar sem ekki nógu gögn til staðar til að styðja þessar fullyrðingar. Ég spyr hvers vegna var þá ekki leitað eftir því eða okkur tjáð að einvher gögn þyrftu að fylgja. Nei ástæðan var sú að ekkert átti að gera. En það var í lagi að hengja ÍBV og forráðamenn þess á ársþingi HSÍ vorið 2004 vegna sama máls og breyta reglum sambandsins þannig að nú yrði hægt að taka á þessum málum eins og hjá ÍBV, en hvað var gert?

Sjónvarpsmál

Öll viljum við fá okkar lið í sjónvarp og sérstaklega við er komum að rekstri félagana og þá sérstaklega að sýnt sé frá okkar heimaleikjum. Þar sem þá getum við sagt okkar styrktaraðilum að þeirra lógó sjáist í sjónvarpi sennilega þetta mikið. En þá erum við komin að hinu elífar vandamáli að fá HSÍ og RÚV til að koma til Eyja. Ef ég man rétt þá hefur aldrei verið sýnt beint frá venjulegum deildarleik í Eyjum. Þá er einnig mjög lítið um það að RÚV sendi upptökumann til að taka upp leiki hjá okkur. Maður spyr hvað ræður vali á sjónvarpsleikjum? Er það árangurinn hvers árs, árangur fyrri ára eða hvað? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör en maður vonar að við fáum svör við þessu í vetur frá handknattleikssambandi ÍSLANDS og RÍKISútvarpinu.

Framtíðin:

Því miður er undirratður ekki nógu bjartur yfir framtíð handboltans. Þó er margt sem mér finnst betur en áður til að mynda störf skrifstofu HSÍ, fastarar skorður á ýmsum hlutum. Ný öflug heimasíða sem veltur alfarið á okkur sjálfum.

Það sem ég er aftur á móti er að sjálf úrslitkeppnin sé farin, þar sem ég tel að sú umfjöllun og það áhorf sem við fengum þar fáum við ekki í nýrr 8 liða deild. Það hefði mátt fækka þessu í 4 liða úrslit en samt sem áður halda úrslitakppninni. Þótt ágætlega sé mætt á leiki í vetur er það einnig vegna þess að lið eru að taka sig á og ætla að verða í topp 8. En hvað gerist að ári. Hvernig verður 2 deildin? Að þessu hef ég miklar áhyggjur. Hvers vegna hödlum við að Bandaríkin hafi ávallt úrslitkeppni í öllum sínum íþróttum, Danmörk í handboltanum, Meistardeildin í fótbolta er leikin með úrslitafyrirkomulagi er á líður og heima og að heiman. Við fáum með þessa miklu meir að almennu áhorfi en ella. Það er enginn að fara að horfa á ÍBV-Valur á miðjum vetri nema miklir velvildar menn þessa liða eða handboltans.

Sjónvarsmál, nauðsynlegt er að komast meir í beinni útsendingar sjónvarps frá íslenskum sem og erlendum handbolta. Einnig að hafa íterlega handboltaþætti. Til þess að svo verði má mín vegna fórna fjármunum sem félögin fengju annars ef það yrði til að gera þessa umfjöllun betri. Félögin gætu einnig útvegað upptöku af sínum leikjum og viðtöl í þessa þætti og það sem vel er unnið birtist, annað ekki. Þannig að þá er þetta undir okkur sjálfum komið.

Síðan er spurning að skoða vel leikdaga og athuga með að mynda t.d. leikdaga á sunnudags-, mánudags, fimmtudag og föstudagskvöldum sem fasta leikdaga. Að félögin geri meir úr leikjum betri umgjörð fyrir alla, t.d. barnagæslu, matsölu, bjórsölu osframv. Að fólk geti komið saman og átt t.d. góða stund saman.

Umgjörð leikja t.d. tónlist og ekki trommur nema margt sé í húsi. T.d. á flestum stöðum Evrópu ert til að mynda hljóðfæri ýmis áberandi en því miður hafa dómaryfirvöld hér verið þröngsýn og bannað til að mynd að spila laglýnur sem er alveg furðulegt. Þá má t.d. ekki koma með tónlist á inn í leik en til að mynda í einni skemmtilegustu höll Evrópu hjá Montpiller þá er skemmtilegt að fylgjast með þuli þar og tónlistinni. Það megum við margt taka okkur til fyrirmyndar og dómarforystan má einnig kynna sér hvernig þetta er í öðrum löndum og í sameiningu getum við vonandi fundið flöt á því að lífga enn frekar upp á leiki og skapa meiri stemmingu.

Félagsskiptagluggi

Við hér á Íslandi erum þau einu sem ég veit til sem hafa ekki félagaskiptaglugga í janúar eins og öll önnur lönd sem maður veit um. Hver er ástæðan? Jú það gæti skapað ákveðna hættu að lið færu að sanka að sér leikmönnum? Hvað með það? Gæti það ekki einnig verið gott, t.d. vildi þýskt lið fá einn leikmann frá okkur og vildi borga peninga, við gætum þá látið hann fara og fengið einn í staðinn. Til að mynda var okkur boðið þetta síðast vetur en gátum ekki þegið það þar sem þá hefðum við ekki leikmann í þá stöðu. Okkur stóð til boða pakki að verðmæti 1,5 miljón króna sem eru töluverðir peningar fyrir okkur.

Barátta

Ég hef barist fyrir því að efla hag kvennahandboltans á Íslandi og að markaðsstarf handboltans verði aukið. Ég tel að við séum á réttri leið en margt er sem við megum gera betur og margt er verkið óunnið. En maður finnur til að mynda er maður var hve dulegastur í að berjast fyrir hagsmunum kvennahandboltans að það er gott að vera karlmaður. Kvennfólkið má aldrei slá slöku við, þið þurfið sífellt að vera að berjast fyrir ykkar málstað. Þið þurfið samt sem er áður einnig að auka ykkar metnað fyrir handboltanum. Það er sorglegt að sjá stelpur neita að keppa með landsliði út af hinu og þessu og jafnvel hafna tilboðum erlendis frá einnig er strákarnir hoppa á hvað sem er og fara jafnvel til Japans. Á meðan fylgir konan manninum en ykkur stúlkum fyndist það ekki passa að kk-maðurinn fylgdi ykkur eða sæti heima með börnin í einhverja daga eða vikur vegna handboltaferðar. Aftur á móti finnst okkur karlmönnum þetta sjálfsagt. Um leið og þið eruð búnar að laga þetta verður íslenska kvennalandslið eitt af 20 bestu í heiminum.

ÍBV

Samanstendur að frábæru fólki sem leggur mikið á sig til að gera vel við sinn klúbb. Fólkið er ÍBV, með því stendur og fellur félagið. Sem betur fer hefur félagið mátt vera þeirrar gæfu aðnjótandi undanfarin ár að hafa á frábæru fólki að skipa sem hefur fært því frábæran árangur á handbolta- og fótboltavellinum.

Leikmannamál

Oft heyrir maður þá umræðu að ÍBV sé með eintóma útlendinga eða aðkeypta leikmenn. Já það er satt. Því miður búum við Eyjamenn við þá stöðu að hafa ekki Háskóla og getum heldur ekki boðið okkar unga fólki upp á nóg atvinnutækifæri. Því er erfitt fyrir okkur að halda hjá okkur leikmönnum. Einnig það að nú orðið vilja flestir leikmenn orðið fá borgað fyrir sína spilamennsku og því verður stjórnin að meta hvað hún telur fyrir bestu í þeim efnum. Ef við skoðum flest þau lið er keppt hafa um titla síðustu ár, þá eru flestir leikmenn úr byrjunarliðunum úr öðrum liðum að undaskyldum kannski 1-2 liðum. Því miður er þetta þróunin og ÍBV engin undantekning á því.

Fjármál

Því er ávallt haldið fram að ÍBV sé rekið að útgerðum og Þjóðhátíðinni. Því miður er það ekki satt. Til að mynda hjá handknattleiksdeild ÍBV kemur um 5% af veltu deildarinnar af Þjóðhátið og 5% frá útgerðum og fiskvinnslum í Vestmannaeyjum. Vinnufjáraflanir, s.s. happdrætti, dóssöfnum, skeytasala og önnur vinnutegnd verkefni gefa í kringum 30% af veltunni. Stuðningsklúbbur og miðasala gefa í kringum 10%. Hópur sem fjármagnar leikmann í kringum 10%. Auglýsingasmningar 30% og ýmsilegt annað sem felur ekki undir þessa liði um 10%.

Þannig að það má ljóst vera á þessu að Þjóðhátíðin og útgerðir og fiskvinnslur eru að styrkja deildina um 10% en eflaust hefðu margir haldið því fram að um mun stærra hlutfall væri að ræða.

Fréttablaðið

Áður en Fréttablaðið fer að gagnrýna aðra ætti það að skoða sína umfjöllun um mál og athuga hvort að það sé ávallt til fyrirmyndar í sinni gagnrýni. Hvort það sé eina dómsvald landsins í málefnum íþróttanna. Enda ávallt Fréttablaðið sem hringir í mann eftir að maður hefur eitthvað miður neikvætt falla um aðra og vill birta það. En er maður heldur sig vitran kemur það oft til að maður er ekki eins vitur og maður heldur.

Ég og við

Ég hef orðið málefni tals og skrifa sem bæði hafa verið til hrós sem og lasta. Ég hef þurft að taka því þótt ekki hafi ég ávallt verið sáttur. Þetta er því miður lífið í dag. Mér finnst aftur á móti skemmtilegra er fólk tjáir sig opinskátt og í eigin persónu eða undir nafni og ræði hluti heldur en þeir er baknaga fólk og tjá sig um persónur undir felunafni.

Öll við sem stöndum í þessu eigum fjölskyldu sem líður fyrir okakr dellu af handboltanum. Við eigum vinnuveitandur sem og samstarfsólk sem hefur sýnt okkar áhugamáli mikinn skilning. Við aðstandendur handboltans í Eyjum leggjum mikla vinnu á okkur til að ná sem bestum árangri með okkar lið. Við Eyjamenn erum frábært fólk sem elskum íþróttir og viljum umfram allt vinna titla. Ég né VIÐ erum gallalaus en samt gott fólk. Dómarar, mótanefnd o.s.framv. er helur ekki gallalaus en þar starfar gott fólk.

Munum að enginn er fullkominn, eiður ég né þú.

Bakþankar:

Eftir ritun þessarar greinar kann maður að spyrja sig enn og aftur hvort við hér í Eyjum njótum sammælis miðað við önnur lið. Ef svo er þá er það að hinu góða en ef svo er ekki þá verðum við bara að spíta í lófana og berjast fyrir okkar hlut.

Munum einnig að ég er ég og þú ert þú. Það að tjá sig er hluti af lífinu og ég vona að við höfum einnig öll þor í okkur til að ræða það sem einstaklingar en ekki nafnlausir hlutir út í bæ eða þar sem viðkomandi heyrir ekki í okkur.

Við getum öll gert betur. Stöndum saman og berjumst saman að því að efla okkur sjálf okkar lið og okkar handbolta.

Dómarar dæma og verða dæmdir af verkum sínum, það sama á við okkur í hvert skipti er við framkvæmum eitthvað eða tjáum okkur, þá erum við dæmd af verkum okkar. En við getum einnig látið sleppa að dæma okkur, en hvernig líf væri það?

Að lokum bið ég ykkur að afsaka stafsetningavillur hér að ofan en því miður gaf ég mér ekki tíma í að fara yfir þetta og ekki er heldur stafsetninga þekking mín upp á marga fiska.

Vestmannaeyjum kl. 03:30, 19.10.2005

Hlynur Sigmarsson