Handbolti - Jafntefli við Stjörnuna.

03.okt.2005  11:39

Meistaraflokkur kvenna lék gegn Stjörnunni á laugardaginn á útivelli og náði jafntefli í þeim leik. Leikurinn byrjaði frekar illa fyrir okkar stelpur og voru fimm mörkum undir í hálfleik 12-17, og ekki byrjaði seinni hálfleikur betur því fljótlega voru stelpurnar sjö mörkum undir. En þá hrökk vörnin í gang og Florentina byrjaði að verja í kjölfarið, við það fengu stelpurnar hraðaupphlaup og náðu að saxa á forskot Stjörnustelpna. Í lokin var svo jafnt 24-24 og var Alfreð Finnsson þjálfari sáttur við að fá eitt stig úr leiknum miðað við hvernig að liðið var að spila. Alfreð sagði jafnframt að litlu hefðu munað að stelpurnar hefðu getað stolið sigrinum en Eyjastúlkur áttu síðustu sóknina í leiknum.

Þetta var annar leikur liðsins á Íslandsmótinu og er ÍBV komið með 3 stig og hafa þau öll fengist á útivelli, en liðið á eftir að leika sinn fyrsta heimaleik, en hann verður laugardaginn 8.október þegar að Víkingsstelpur koma í heimsókn.

Mörk og markvarsla,

Simona Vintilá 9, Pavla Plamínkova 6, Renata Kári Horvath 4, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Ragna Karen Sigurðardóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.

Florentina Grecu 14 þar af 1 víti