Yngri flokkar - Vöruvalsmótið hafið

10.jún.2005  10:27

Vöruvalsmótið árið 2005 hófst nú í morgun með fjölmörgum leikjum. Um 300 stelpur eru mættar til leiks og er leikgleðin allsráðandi hjá pæjunum sem komnar eru til Eyja. Stelpurnar eiga eftir að bralla margt yfir helgina og þær fara m.a. í bátsferð, fara á kvöldvöku, hlusta á Hildi Völu Idol-stjörnu syngja auk margs annars.

Við viljum benda gestum www.ibv.is á heimasíðu Vöruvalsmótsins en hægt er að fara inn á hana með því að smella á tengilinn hér til hliðar. Einnig viljum við benda á að allir eru velkomnir á kvöldvökuna í kvöld sem hefst klukkan 19:30.