Fótbolti - Hvar endar þetta eiginlega?

13.maí.2005  06:47

Úrslitin í Bikarkeppni 900-getrauna

Vegna mikillar spennu og anna gekk hægt að fara yfir seðla síðustu helgar en hérna koma úrslitin og leikir í undanúrslitum
1,9 - STAR 9 - 9
Hnúur - Válí 8 - 10
2 á toppnum - Bonnie & Clyde 9 - 8
Pörupiltar - Toppurinn 9 - 7

Varalið 1,9 og STAR áttust við og sigruðu tvíburarnir 7 - 6. 1,9 er því komið í undanúrslit sem er hreint með ólíkindum.
Leikirnir í undanúrslitum eru:

2 á toppnum - Válí

Pörupiltar - 1,9

Búist er við miklu fjölmenni spekinga inn í Týsheimili á laugardaginn þegar menn leggja inn seðlana og þar verða margir sem munu vilja gefa holl ráð til sinna manna. Þess vegna gæti verið sniðugast að gera eins og Baldvinn og Már gera oft þ.e.a.s. hringja inn raðirnar til að losna við atgang dyggra stuðningsmanna

Einnig stendur til að bjóða upp á hlutabréf þessa helgina og verða það Óli Guðmunds og Geiri oft á tíðum múrari sem mun sjá um seðilinn, enda þeir komnir í undanúrslitinn og í toppbaráttunni í hópaleiknum.

Láttu sjá þarna verður síðasta boltaspjall fyrir Íslandsmót en svo aðra helgi verður þjálfarinn látinn mæta á staðinn og ræða við fólk ásamt leikmönnum og boðið verður upp á súpu og brauð að hætti Einars Björns og Gríms kokks.

Áfram ÍBV
alltaf alls staðar