Fótbolti - Lewis Dodds

12.maí.2005  07:29

Í gærkvöldi kom til landsins frá Newcastle í gegnum Stanstead leikmaður að nafni Lewis Dodds. Hann er 19 ára vinstri bakvörður og var áður á mála hjá Sunderland, þar sem hann reyndar lék sem bakvörður eða djúpur miðjumaður. Lewis varð fyrir því óhappi við komuna til landsins að hitta Jón Óskar en við náum vonandi að hrista þann hroll úr honum.
Lewis á að baki einhverja leiki með Englandi U-17 og U-18 en í þessum liðum var hann af því að okkur er tjáð einnig fyrirliði. Hann spilaði mikið með varaliði Sunderland í vetur og því verður gaman að sjá hvað strákur hefur fram að færa. Það verður látið reyna á hann í eins og einum leik áður en ákvörðun verður tekin um hvað gert verður