Fótbolti - Fyrsta kærumálið tekið fyrir

03.maí.2005  07:34

þeir í 1,9 gjörsamlega slepptu sér
Eftir svefnlitla nótt vegna stöðugra símhringinga frá Erni Hilmis, og eins og það hefði ekki dugað þá fyllti hann mailboxið heim af einvherjum ruslpósti - bréfum frá Arsenalklúbbnum - og þurfti ég að fara með tölvuna í hreinsun í morgun en þeir bræður lögðu fram fyrstu kæruna í bikarkeppninni þetta árið er þeir töldu sig hafa verið hlunnfarna um einn réttann, það reyndist rétt og því skoðast leikur þeirra við Bæjarins bestu upp á nýtt og þá kemur eftir farandi í ljós.:

leikurinn endar
7 - 7
varaliðs leikurinn endar:
5 - 5
þegar farið er yfir rétta útileiki:
2 - 2
Þegar skoðuð eru jafntefli:
2 - 1
fyrir 1,9 þannig að The Twin Towers,170 cm, Örn og Óðinn, komast áfram og því verða þetta leikirnir í 8-liða úrslitum þessir:
1,9 - STAR
Hnúur - Válí
2 á toppnum - Bonnie & Clyde
Pörupiltar - Toppurinn

Vegna þessa kærumáls lengist kærufresturinn í keppninni til hádegis á laugardag. Rétt er að benda getspökum á að seðlarnir úr viðureign 1,9 og Bæjarins bestu verða til sýnis í getraunakaffinu næsta laugardag.