Fótbolti - Bonnie & Clyde í fantaformi

02.maí.2005  15:52

900 - Bikarinn 16 liða úrslit
Örn og Óðinn kveðja keppnina að þessu sinni

Geðveik barátta var um sæti í 8-liða úrlsitunum um síðustu helgi. Aðeins eitt lið vann yfirburðasigur og voru það snillingarnir í Bonnie & Clyde sem hreinlega völtuðu yfir Sigurvegarana 6-3, yfirburðirnir voru svo miklir að þeim hefði dugað að setja inn lakari röðina til að vinna. Gort-gengið 1,9 (Örn og Óðinn) eru úr leik eftir skell gegn Bæjarins Bestu.
Hér koma úrslitin:
3 flottar - Pörupiltar 5 - 5
Bollurnar - 2 á toppnum 6 - 7
Hnúur - FC Binni 7 - 5
Toppurinn - 2 á hjóli 6 - 5
Keano - STAR 4 - 5
Bleiki pardusinn - Válí 5 - 7
1,9 - Bæjarins bestu 6 - 7
Bonnie & Clyde - Sigurvegararnir 6 - 3

Varalið þriggja flottra og Pörupilta sendu svo sín lið út á Hásteinsvöll og þar voru það Pörupiltar sem sigruðu 5-4 og eru þeir því í hattinum enn.
Drátturinn í 8 liðaúrlsitum verður birtur á eftir.

Kærufrestur er fram á hádegi á miðvikudag.
Lifið heil