Fótbolti - Matthew Platt gengur til liðs við ÍBV

30.mar.2005  18:21
Mark Schulte hefur samið við Columbus Crew
Það er miklar hræringar á síðustu skrefunum í undirbúningi meistaraflokks karla ÍBV fyrir átökin í sumar og ekki öll kurl komin til grafar enn. Um leið og gengið var frá samningi við Matthew Platt 21 árs framherja frá Crewe núna í vikunni varð ljóst að Mark Schulte hafði náð  samkomulagi við Columbus Crew í MLS-deildinni bandarísku og mun spila þar næsta sumar.
Matthew Platt er framherji sem alið hefur allan sinn feril hjá Crewe og því leikið mikið með þeim félögum  Jeffs, Betts og Garner. Hann á að baki einn deildarleik með Crewe, kom inná fyrr í vetur. Platty, eins og hann er kallaður, mun fljúga til liðs við liðið þegar það heldur til Portúgal í næstu viku.
Mark Schulte er búin að vera til reynslu hjá Columbus Crew nánast frá því að hann kom frá Crewe síðastliðið haust. Nú í vikunni náðust samningar hjá honum og félaginu og við erum búnir að ganga þannig frá að hann á að ná að spila fyrsta deildarleikinn um helgina, gegn L.A. Galaxy. En Mark bað fyrir bestu kveðjur til Eyja og allra vina sinna þar og kvaddi mig í gærkvöldi með þessum orðum: I might come back to the Adventure Island in the near future Gis – I really loved me time with you guys – Áfram IBV.