Sagan:
Meistaraflokkur kvenna hefur keppt undir merkjum ÍBV frá árinu 1993, fyrsta árið byrjaði ekki vel en liðið dró sig úr keppni eftir aðeins 5 leiki í 1. deild. Sumarið eftir var svo farið af stað aftur og komust þær upp í úrvalsdeild fyrir tímabilið 1995, þær spiluðu þar þangað til flokkurinn var lagður niður eftir sumarið 2005. Hann var svo endurreistur sumarið 2007, en það sumar tók liðið aðeins þátt í bikarkeppninni. Ári seinna, 2008, var byrjað aftur í 1. deild en frá 2011 hafa þær spilað meðal þeirra bestu í úrvalsdeild.
Þjálfarar frá upphafi:
Sveinn Sveinsson 1993
Miroslaw Mojsiuszko 1994-1995
Sigurlás Þorleifsson 1996-1998 // 2005
Heimir Hallgrímsson 1999-2001 // 2003-2004
Elísabet Gunnarsdóttir 2002
Michelle Barr 2002
Jón Ólafur Daníelsson 2007-2014 // 2019
Ian Jeffs 2015-2018 // 2021
Andri Ólafsson 2020-2021
Jonathan Glenn 2022
Todor Hristov 2023
Titlar:
Í öðru sæti í efstu deild - 2003 // 2004 // 2012
Bikarmeistarar - 2004 // 2017
Bikarkeppni 2. sæti - 2003 // 2016
Deildarbikarmeistarar - 2004 // 2016
Deildarmeistarar í 1. deild - 2010
Íslandsmeistarar innanhúss - 2010 // 2012
Árangur í Íslandsmóti:
1993 - Liðið dregið úr keppni í efstu deild
1994 - 2. sæti í 2. deild, fóru upp í 1. deild (efstu deild)
1995 - 7. sæti, héldu 1. deildar (efstu deildar) sætinu eftir umspil
1996 - 6. sæti
1997 - 5. sæti
1998 - 4. sæti
1999 - 5. sæti
2000 - 4. sæti
2001 - 3. sæti
2002 - 4. sæti
2003 - 2. sæti
2004 - 2. sæti
2005 - 3. sæti
2006 - Liðið dregið úr keppni
2007 - Spiluðu aðeins í bikarkeppni
2008 - 3. sæti í A-riðli 1. deildar
2009 - 1. sæti í B-riðli 1. deildar, töpuðu í umspilsleikjum um sæti í efstu deild
2010 - 1. sæti í B-riðli 1. deildar, unnu umspilsleiki, urðu deildarmeistarar og fóru upp í efstu deild
2011 - 3. sæti
2012 - 2. sæti
2013 - 3. sæti
2014 - 6. sæti
2015 - 5. sæti
2016 - 5. sæti
2017 - 5. sæti
2018 - 5. sæti
2019 - 8. sæti
2020 - 8. sæti
2021 - 7. sæti
2022 - 6. sæti
2023 - 9. sæti - féllu niður í 1. deild