Taka þátt í UEFA Development móti í Englandi
Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Erlu Hrönn Unnarsdóttur, Friðriku Rut Sigurðardóttur og Milenu Mihaelu Patru í lokahóp sem tekur þátt í UEFA Development móti sem haldið verður í Englandi dagana 20.-26. nóvember nk.
ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!