Yngri flokkar - Andri Erlings, Elís Þór, Anton Frans, Morgan Goði, Sigurmundur Gísli og Fannar Ingi á æfingar hjá HSÍ

27.okt.2025  09:51

Ágúst Þór Jóhannsson og Maksim Akbachev, landsliðsþjálfarar U20 karla hjá HSÍ, hafa valið Andra Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson til æfinga 28. okt - 1. nóv nk. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en U20 ára landsliðið mun einnig leika tvo æfingaleiki gegn A-landsliði Grænlands 30. okt og 1. nóv.

 

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússson, landsliðsþjálfarar U18 karla hjá HSÍ, hafa valið Anton Frans Sigurðsson, Morgan Goða Garner og Sigurmund Gísla Unnarsson til æfinga 31. okt - 2. nóv nk. Æfingarnar fara frama á höfuðborgarsvæðinu.

 

Ásbjörn Friðriksson og Ólafur Stefánsson, landsliðsþjálfarar U16 hjá HSÍ, hafa valið Fannar Inga Gunnarsson til æfinga 31. okt - 2. nóv. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

 

ÍBV óskar peyjunum til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!