Fótbolti - Sumarstarfsmaður hjá ÍBV

17.mar.2020  12:07

ÍBV leitar eftir sumarstarfsmanni í 100% starf. Um er að ræða starf frá 15. maí – 15. september ca. eða eftir samkomulagi. Verkefni ÍBV á sumrin eru fjölmörg og skemmtileg. Sumarstarfsmaður myndi vera m.fl. í knattspyrnu innan handar ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Starfið er ákveðin tilraun og myndi sumarstarfsmaður taka þátt í að móta starfið.

Meðal verkefna:
- Aðstoða við heimaleiki í fótbolta
- Aðstoða frkv. stjóra knattspyrnu
- Koma að skipulagningu ferða í leiki
- Vera til taks fyrir leikmenn m.fl.
- Aðstoða knattspyrnuráð með ýmis verkefni

Umsóknarfrestur er til 1. apríl og eru bæði konur og karlar hvött til að sækja um. Umsóknir skulu berast á netfangið knattspyrna@ibv.is