Fótbolti - Jonni Inga snýr heim!

03.jan.2020  16:12

Varnarmaðurinn Jón Ingason hefur snúið aftur til ÍBV frá Grindavík. Jonna þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum og er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði með að hafa endurheimt peyjann. Jonni kemur til ÍBV í maí en þá lýkur hann námi í Bandaríkjunum. Hann mun spila með ÍBV í janúar áður en hann heldur utan í lokasprett náms síns. Hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV. 

Velkominn heim Jonni!