Fótbolti - Clara í lokahópi U-17 hjá KSÍ

11.feb.2019  13:37

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands í U-17 í knattspyrnu valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn fyrir tvo vináttu landsleiki sem leiknir verða gegn Írum hér heima.  Liðið kemur saman til æfinga um helgina og leikirnir verða svo leiknir í Fífunn þann 18. febrúar og svo í Kórnum þann 20.febrúar.

ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur.