Fótbolti - Ian David Jeffs ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistarflokks karla.

05.nóv.2018  16:44

Nú rétt í þessu skrifaði Jeffsy undir tveggja ára samning við ÍBV sem aðstoðarþjálfari meistarflokks karla. Hann mun sinna því hlutverki samhliða þjálfun íslenska kvennalandsliðsins.

Það er mikill styrkur að fá Jeffs til liðs við Pedro um þjálfun liðsins og erum við spennt fyrir þessu þjálfarateymi, en þeir eru báðir mjög metnaðarfullir þjálfarar.

Við óskum stuðningsmönnum til hamingju með undirskriftina og hlökkum til komandi samstarfs.