Fótbolti - Nýr framkvæmkdarstjóri knattspyrnudeildar karla

26.sep.2018  14:13

Gunný Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar karla ÍBV. 

Gunný er íþróttafræðingur að mennt og starfaði áður hjá Knattspyrnusambandi Íslands við landsliðsmál. Gunný er einnig knattspyrnuþjálfari með margra ára reynslu sem þjálfari yngri flokka hjá Grindavík og Stjörnunni.

Knattspyrnuráð býður Gunný velkomna og í leiðinni þakkar Sunnu Sigurjónsdóttir fyrir vel unnin störf undanfarin 2 ár.