Fótbolti - Grímur Kokkur mætir með trommurnar KR-ÍBV 14:00

26.ágú.2018  08:55

Í dag klukkan 14:00 fer fram leikur KR og ÍBV á Alvogenvellinum í Reykjavík.
Stuðningsmenn ætla að hittast kl 13:00 eða klst fyrir leik í KR heimilinu. Þar er hægt að fá hamborgara og bjór ásamt gosi og fleiru.

Grímur Kokkur mætir með trommurnar og rúta kemur úr Eyjum með stuðningsmenn í boði VSV.
Miklu skipti að leikmenn finni fyrir góðum stuðning í einum mikilvægasta leik tímabilsins.

Komum fagnandi
Áfram ÍBV