Fótbolti - ÍBV með tvö stig eftir 5 umferðir

21.maí.2018  17:45

ÍBV gerði markalaust jafntefli við FH í dag í jöfnum leik liðanna á Hásteinsvelli.
Liðið er nú í 11. sæti með tvö stig þegar 5 umferðir eru búnar.
Byrjunin á mótinu eru vissulega mikil vonbrigði eftir þrjá tapaða útileiki gegn Breiðablik, KA og Fylki. 
Árið 2012 var byrjun mótsins með sama móti þegar 5 umferðir voru liðnar, með einungis tvö stig. Þá náði liðið sér á strik og varð líklegt til afreka í mótinu fram að 16 umferð en endaði í evrópusæti.

Nú þjöppum við okkur saman eftir svekkjandi byrjun á mótinu og fjölmennum á næsta leik liðsins í Keflavík þann 27. Maí. kl 16:00.
Þetta er okkar mál, tökum þátt af lífi og sál.
Áfram ÍBV!