Fótbolti - Ignacio Fideleff í ÍBV

20.jan.2018  15:56

ÍBV hefur samið við varnarmanninn Ignacio Fideleff.
Ignacio er Argentínumaður og á að baki fjölda leikja með U20 ára landsliði Argentínu.
Ungur að aldri var hann seldur til Napoli frá uppeldisfélagi sínu Newell‘s Old Boys í Argentínu, en hann hefur leikið með félögum á borð við Parma, Maccabi Tel Aviv, Ergotelis og Napoli.

Um er að ræða áræðinn, örfættan og baráttuglaðan varnarmann, sem hefur
karakter og metnað til að setja ÍBV í fremstu röð á ný á fimmtugasta tímabili félagsins í efstu deild.

Ignacio velkominn til Eyja.