Fótbolti - Gauti Þorvarðarson framlengir við ÍBV

23.apr.2015  12:35

Gauti Þorvarðarson hefur framlengt samningi sínum við knattspyrnudeild karla ÍBV og gildir samningurinn til loka árs 2016.

Gauti sem er 26 ára var á láni hjá KFS allt síðasta tímabil og skoraði 22 mörk í 20 leikjum fyrir liðið en leikmaðurinn hefur leikið alls 78 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 34 mörk.
 
ÍBV fagnar því að Gauti verði áfram í herbúðum liðsins og verði mikilvægur hlekkur í að mynda öflugt lið á komandi leiktíð.