Fótbolti - Sísí Lára í lokahóp U-23.

12.jan.2015  09:31
Sigríður Lára Garðarsdóttir var í dag valin í lokahóp U-23 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu fyrir æfingaleik liðsins gegn Pólverjum sem fram fer í Kórnum á miðvikudag.
Leikurinn er tækifæri fyrir unga leikmenn að láta af sér kveða fyrir A-landsliðið en Freyr Alexandersson þjálfari liðsins er einnig þjálfari A-landsliðsins.
ÍBV óskar Sísí Láru innilega til hamingju með þennan árangur.