Fótbolti - ÍBV - Breiðablik í dag

12.maí.2013  11:14
 Í dag tekur meistaraflokkur karla í fótbolta á móti Blikum frá Kópavogi. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og byrjar klukkan 17:00. Bæði lið unnu sigra í fyrstu umferð og því er von á hörku leik í dag. Í síðasta leik voru 1055 gestir á vellinum og vonumst við til að mætingin verði góð í dag líka og stuðningsmenn ÍBV láti vel í sér heyra. Stuðningsmenn eru hvattir til að hittast á 900 grillhúsi í dag en Geiri ætlar að vera með afslætti fyrir stuðningsmannaklúbb ÍBV.