Fótbolti - Þrjár heimastúlkur skrifa undir nýja samninga.

25.jan.2013  07:56
Þær Sara Rós Einarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir skrifuðu í gær undir nýja tveggja ára samninga við knattspyrnudeild ÍBV.  Stúlkurnar eru allar uppaldar hjá félaginu og þrátt fyrir ungan aldur eiga þær fjölmarga meistaraflokksleiki að baki.  Þá hafa þær Sísí Lára og Svava Tara leikið með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu.  Sara Rós var fyrirliði 2.flokks í sumar en er nú gengin uppúr flokknum og mun Svava Tara taka við fyrirliðabandi 2.flokks á þessu ári.  Stúlkurnar eru nú á fullu í Faxaflóamótinu sem er undanfari Lengjubikars sem leikinn er fram að Íslandsmóti.  Þá er meistaraflokkur og 2.flokkur kvenna á leið til Spánar í æfinga og keppnisferð yfir Páskana. 
 
Áfram ÍBV.