Fótbolti - Lengjubikarinn farinn af stað hjá stúlkunum.

25.mar.2012  12:08
Meistaraflokkur kvenna í fótbolta lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum um síðustu helgi.  Liðið lék gegn Val og steinlá 5-1.  Valur komst í 2-0 áður en Berglind Björg minnkaði muninn með glæsilegu skallamarki.  Valsstúlkur bættu við marki á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks og staðan því 3-1 í hálfleik.  Í seinni hálfleik bættu svo Valsstúlkur við tveimur mörkum og stórsigur þeirra því staðreynd.
Á föstudagskvöld lék liðið svo gegn Stjörnunni og gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslandsmeistarana 2-0.  Liðið lék mjög vel í leiknum með þær Elínborgu og Vesnu fremstar í flokki.  ÍBV náði forystu eftir glæsilegt einstakingsframtak Vesnu en hún lék framhjá 4.varnarmönnum Stjörnunnar áður en hún sendi boltann á Kristínu Ernu sem skoraði örugglega.  Í seinni hálfleik bætti Kristín Erna svo við öðru marki fyrir ÍBV er hún fékk góða stungusendingu innfyrir vörn Stjörnunnar, lék laglega á markvörðinn og skoraði aftur af öryggi.
Liðið lék svo daginn eftir stuttan æfingaleik gegn KR og sigraði 1-0  með glæsilegu marki Berglindar Bjargar.
2.flokkur lék einnig æfingaleik gegn KR og lauk honum með markalausu jafntefli.
Um næstu helgi leikur mfl. í Lengjubikarnum gegn Breiðablik og 2.flokkur leikur í Faxaflóamótinu gegn Fylki.