Fótbolti - Meistaraflokkur aftur af stað. Magnús Gylfason hefur störf.

17.nóv.2011  14:29
 Magnús Gylfason er formlega tekinn við liðinu og eru æfingar nú hafnar að nýju hjá strákunum.
 
Magnús mun stýra æfingum í borginni og Dragan Kazic í Eyjum, liðið mun síðan nota helgarnar til að sameina hópinn, bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum. 
 
Fyrsta verkefni vetrarins er leikur í Íslandsmótinu innanhús við Sindra kl. 20:00 í Íþróttasal kórins í Kópavogi. Strákarnir fóru alla leiði í úrslitaleikinn í fyrra en töpuðu þar naumlega fyrir Fjölni. Það verður gaman að sjá hversu langt þeir fara núna. 
 
Síðan munu strákarnir spila æfingaleik við Hvöt á gervigrasvelli Víkings kl. 15:30 á laugardag.  Sjá meira.
 Brynjar Gauti og Guðmundur Þórarinsson munu koma heim frá Englandi á morgun, en peyjarnir hafa verið við æfingar hjá Crew Alexandra undanfarna daga, en liðin eiga í góðu samstarfi í boltanum. 
 
Þórarinn Ingi mun síðan skila sér frá Englandi á mánudaginn en strákurinn hefur æft bæði með Crew og Porthsmouth undanfarið. 
 
Búast má við því að einhver ný nöfn munu sjást á vellinum á laugardag, en nánar verður sagt frá gangi mála hér á síðunni eftir helgi.