6.fl. kvk í handbolta
Helgina 13. - 15. mars fór fram 4. umferð í Íslandsmóti í 6. flokki kvenna. ÍBV sendi tvö lið í mótið A og B lið, stóðu þau sig mjög vel. Ætlunin var að senda þrjú lið en veðrið setti strik í reikninginn.
Í A- liðum spilaði ÍBV í 1. deild, þær spiluðu 6 leiki, unnu þær 4 leiki en töpuðu tveim leikum, öðrum með einu marki en hinum með tveim mörkum. Þær urðu í öðru sæti í 1. deild. En í B-liðum gekk ýmislegt á því helmingur B-liðsins komst upp á land og helmingur C-liðsins svo við sameinuðum þær í eitt lið. Þær spiluðu 5 leiki í 2. deild. Stóðu þær sig mjög vel unnu þrjá en töpuðu tveim.
Þá er ein umferð eftir hjá þessum flokki og fer hún fram á Akureyri 1. - 3. maí