Handbolti - Tap í fyrsta leik í handboltanum

24.sep.2008  09:20
Handboltavertíðin hófst núna um helgina og var fyrsti leikur gegn ÍR í Breiðholtinu. ÍR-liðið er skipað ungum og efnilegum strákum með einn til tvo reynslubolta líkt og við eyjamenn.
Leikurinn byrjaði illa hjá okkar mönnum og var eins og liðið væri ekki undir það búið að koma og berjast en það voru aftur á móti Íringarnir. ÍR liðið komst í 5-1 og þá tók IBV liðið leikhlé og skipulögðu sig aðeins betur. Í stöðunni 8-5 fékk Sindri Haralds 2 min brottvísun og aðrar 2 fyrir fyrir léttvæg mótmæli og nýttu íRingarnir sér það í vil og komust aftur í 5 marka forustu. Ibv liðið lagaði stöðuna aðeins fyrir leikhlé en voru þó alltaf undir 2-3 mörk í fyrri hálfleik.

Staðan i Hálfleik var 15-13 ÍR í vil. Ekki skánaði leikur IBV fyrstu 10 min í seinnihálfleik þá tóku þeir aftur leikhlé. Síðustu 20 min voru svo þræl spennandi, IBV átti fjórum sinnu mögleika á því að jafna leikinn en fóru illa með nokkur dauðafæri. Meðal annars klikkaði Siggi á viti, Daði í dauðafæri, Grétar í hraðaupphlaupi os.frv. ÍR ingarnir lönduðu svo 2 marka sigri 33-31 og verður það að teljast sanngjörn úrslit þar sem IBV var undir allan leikinn.

Það verður að segjast eins og er að of margir leikmenn íbv fundu sig ekki í þessum leik og var vörnin oft ekki nógu samstillt og markmenn liðsins fundu sig engan vegin og voru þeir með aðeins með 12 skot varin en ibv liðið verður að stóla á fleiri bolta varða ef þeir ætla að vinna leiki.
Markahæstu menn íbv skot/mörk

Sigurður Bragson = 17/11
Sindri Haraldsson= 10/5
Svavar Vignisson= 4/4
Sindri Ólafsson= 7/4
Leifur Jóhannes= 8/3
Bragi Magg = 2/2
Daði Pálsson = 3/1
Grétar Eyþórs= 3/1

Markmenn
Kolbeinn varði 5 skot
Friðrik varði 7 skot / 1 viti