Handbolti - MARGIR LEIKIR Í HANDBOLTANUM

07.apr.2008  13:40
Nú er farið að síga á seinni hlutann á handboltavertíðinni. Fjölmargir leikir voru um helgina. Mfl. karla tapaði fyrir meistaraefnum Hauka 24-28. 2.fl. ka. tapaði einnig fyrir Haukum 21-26 og 22-23. Unglingafl drengja vann UMFA örugglega 25-22 og 26-21. Unglingafl. kvenna lék tvo leiki gegn Fram í Rvk., stelpurnar sigruðu annan leikinn 20-27 en töpuðu hinum 29-26. 4. fl. stúlkna lék þrjá leiki við Fjölni og sigraði alla A lið 30-21 og 29-19, B lið 20-16. Þá tapaði 4. fl dr. fyrir Gróttu 15-23.
Annað kvöld leikur Unglingaflokkur mikilvægan leik gegn efsta liði deildarinnar Fylki, hér heima og hefst leikurinn kl. 16.30.