Fótbolti - Þjálfarinn: Jón Ólafur Daníelsson

22.ágú.2007  12:51
Við höldum áfram að kynna þjálfara félagsins fyrir lesendum síðunnar en næstur í röðinni er Jón Ólafur Daníelsson, yfirleitt kallaður Jón Óli. Hann hefur þó einnig fleiri viðurnefni eins og trompetkjafturinn eða básúnan og er það ekki skrýtið. Jón Óli hefur áralanga reynslu af þjálfun, var lengi hjá ÍBV áður en hann fluttist til Grindavíkur þar sem hann tók rækilega til í yngri flokka starfinu. Að sjálfsögðu áttaði Nonni sig fljótlega á því að það væri bara vitleysa að vera ekki í Eyjum, enda hvergi betra að vera. Hann og fjölskylda hans fluttust því til Eyja síðasta vetur og munu líklega vera hér um ókomna tíð.

Jón Óli þjálfar 2. flokk karla og kvenna, 3. flokk kvenna, 4. flokk karla og 6. flokk karla hjá ÍBV og hefur því nóg að gera.

Nafn? Jón Ólafur Daníelsson
Aldur? 40 ára
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar
Fjölskylda? Sambúð með Dóru og eigum við fjögur börn. Daníel Frey, Tönju Rut, Guðnýju Ósk og Einar Þór
Uppáhaldslið? Á Íslandi er það ÍBV en erlendis Nottingham Forest og Manchester United
Uppáhaldsíþróttamaður? David Beckham
Áhugamál? Knattspyrna
Besti matur? Nautakjöt og humar
Versti matur? Engin sérstakur
Uppáhaldsdrykkur? Góður konni
Kanntu að elda? Eiginlega ekki....
Hvað eldaru oftast? Er látinn grilla þegar við grillum
Uppáhaldskvikmynd? Escape to victory
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Fyrirmyndarfaðirinn
Uppáhaldshljómsveit? Whitesnake
Uppáhaldsvefsíða? fotbolti.net
Skrýtnastur í liðinu? Einar Oddberg
Grófastur í liðinu? Óli Árna
Fallegastur í liðinu? Jón Berg
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Óli Árna, það var svo erfitt að komast framhjá krullunum hans
Besti samherjinn? Elías Friðriksson og Tómas Ingi Tómasson
Besti þjálfarinn? Sveinn Sveinsson
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo menn til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Svenna Sveins til að segja sannar sögur og Bjössa Ella til að segja mér að Svenni væri að ljúga
Frægastur í gemsanum þínum? Heimir Hallgríms
Í hvernig skóm spilaðiru? Adidas
Skemmtileg saga úr boltanum? Þegar ég var búinn að skora þrjú mörk gegn Tý í Vestmannaeyjamótinu og Jón Berg sagði við mig að ef ég myndi skora meira myndi hann lemja mig, við fengum svo víti og Bjössi Ella sagði mér að taka vítið, ég skoraði, svo þegar Stebbi Jónasar flautaði leikinn af hljóp ég sem fætur toguðu niður í íþróttahús inn til Öllu á Felli sem varði mig með vel völdum orðum
Eitthvað að lokum? Lífið er yndislegt