Handbolti - ÍBV - Afturelding

07.nóv.2005  10:00

-ÍBV – Afturelding 20-27 (9-14)

Handknattleikurinn sem að ÍBV og Afturelding bauð upp í leik sínum í gærdag var ekki upp á marga fiska, mikið um mistök og misheppnuð skot. Harkan í leiknum var mjög mikil og höfðu dómarar leiksins þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson engin tök á ruddaskap leikmanna. Þetta annars góða dómarapar átti sinn lélegasta leik sem að ég hef séð þá dæma. Voru þeir jafnlélegir alla tímann og bitnaði dómgæslan jafnt á báðum liðum. Það voru annars markmennirnir sem að stálu senunni í þessum leik, en þeir Björgvin Páll Gústavsson, ÍBV og Guðmundur Hrafnkelsson, Aftureldingu, vörðu mjög vel í þessum leik og samkvæmt okkar tölfræði 19 skot hvor.
Leikurinn var ekki upp á marga fiska eins og áður sagði, Afturelding komst strax í 0-4 og eftir það eltu heimamenn gestina til leiksloka. ÍBV náði að minka muninn í 2 mörk í seinni hálfleik, 13-15, en lengri komust þeir ekki og niðurstaðan var 7 marka tap Eyjamanna 20-27.

Mörk og markvarsla:
Þessir skoruðu mörkun fyrir ÍBV,Mladen Cacic 10, Jan Vtípil og Goran Kuzmanoski 3 hvor, Sigurður Bragason 2 og þeir Ólafur Víðir Ólafsson og Michal Dostalik 1 mark hvor.
Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu allan tíman hjá ÍBV og varði 19 skot þar af 2 vítiskot.
Fyrir Aftureldingu skoruðu þeir Einar Ingi Hrafnsson og Ernir Hrafn Arnarson 6 mörk hvor, Aleks Kuzmins 4, Vlad Trúfan 3, Haukur Sigurvinsson, Hilmar Stefánsson og Ásgeir Jónsson 2 mörk hver og þeir Daníel Jónsson og Hrafn Ingvarsson 1 mark hvor.
Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu mest allan tíman og varði 19 skot.