Fótbolti - Íslandsmótinu lokið hjá 5.flokki karla

16.ágú.2005  13:44

5.flokkur karla lék sinn síðasta leik í Íslandsmótinu síðastliðinn mánudag þegar Leiknismenn komu í heimsókn. Gengið hefur brösulega hjá flokknum í sumar en strákarnir björguðu sér frá falli eftir að hafa verið í botnbaráttunni í sumar.

Í leikjunum gegn Leikni var aðeins leikið í A, B og C liðum. A-liðið vann öruggan 5-0 sigur og sýndu sínar bestu hliðar. B-liðið tapaði 2-1 í spennandi leik og C-liðið tapaði 5-0 þar sem þeir fóru illa með mörg góð marktækifæri. Eftir leikinn varð ljóst að A-liðið lenti í 4.sæti riðilsins sem er góður árangur hjá strákunum.

Eins og áður segir þá náðu strákarnir að bjarga sér frá falli eftir erfitt tímabil. Þrátt fyrir erfiðleikana þá er ljóst að það býr meira í flokknum heldur en þeir hafa sýnt í sumar. Þeir hafa borið sigurorð af liðum sem eru fyrir ofan þá í töflunni en aftur á móti hafa strákarnir einnig átt slæma daga þar sem þeir hafa einfaldlega ekki verið tilbúnir í slaginn. Flokkurinn fór á ESSO-mót KA á Akureyri þar sem árangur var undir væntingum. Eftir mótið gekk betur í Íslandsmótinu og eins og áður segir náði flokkurinn að bjarga sér frá falli. Nú er komið að kaflaskiptum hjá hluta hópsins en nú gengur eldra árið upp í 4.flokk og mun því spila á stórum velli næsta sumar. Það eru því spennandi tímar framundan og vonandi ná strákarnir að sýna hvað í þeim býr á komandi árum.