Fótbolti - Fram - ÍBV í VISA-bikarnum í kvöld

21.júl.2005  08:59

ÍBV leikur gegn Fram í VISA-bikarkeppni karla í kvöld kl. 19:15 á Laugardalsvelli. Liðin eru búin að leika báða leiki sína í Landsbankadeildinni og skiptu stigunum á milli sín. Fram tók ÍBV í bakaríið í fyrstu umferð deildarinnar 3-0, en ÍBV svaraði fyrir sig í 10. umferðinni með 2-0 sigri í Eyjum. Strákarnir hafa verið eitthvað feimnir við Laugardalsvöllinn í sumar en þeir hafa steinlegið í þeim 2 leikjum sem þeir hafa leikið þar, gegn Fram og Þrótti. Nú erum við hinsvegar að vona að öll slík feimni sé á bak og burt, enda ekki seinna vænna, því ÍBV þarf að vinna 3 bikarleiki í röð á Laugardalsvelli til að verða bikarmeistarar, og sama má segja um Fram, en þeir þurfa að vinna 3 "heimaleiki" í röð til að verða bikarmeistarar. Dálítið sérstakt fyrirkomulag hér á Fróni.

8-liða úrslitum VISA-bikarsins lýkur í kvöld með leikjum Fram og ÍBV og KR og Vals. Áður hafa FH-ingar slegið út ÍA s.l. laugardag og í gærkvöld slógu Fylkis-menn út spútníklið HK.

Leikinn í kvöld dæmir Kristinn Jakobsson