Fótbolti - ÍBV - B36 stutt í leik

14.júl.2005  14:13

Eitthvað til af miðum enn

Jæja þá er allt að verða klárt fyrir leikinn gegn B36 og aðein nokkrir tímar í leik. Miðasala hefur gengið þokkalega en en eru þó nokkrir miðar eftir.
Við munum í dag leika án þeirra Andra Ólafssonar og Adólf Sigurjónssonar en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða og Einar Hlöðver og James Robinson eru enn á sjúkralista.
Lið B36 er sterkt og myndi sóma sér vel í efstu deild á Íslandi geri ég ráð fyrir. Þeir hafa þá félaga Alan Mörköre, Fróði Benjamínsen og Pól Thorsteinsson innanborðs en þeir hafa allir leikið á Íslandi eins og flestum er kunnugt. Einnig leikur hinn efnilegi Ingi Hojsted sem var á mála hjá Arsenal í 2 ár. Einnig eru þarna 2 brasilíumenn og einn Nígeríumaður, þannig að frændur vorir eru þokkalega vel mannaðir. Sigfríður þjálfari B36 er búin að berja vel á sínum mönnum hérna í Eyjum á æfingum síðustu daga.
Dómarar leiksins koma frá Norður Írlandi, eftirlitsmaður dómara er frá Þýskalandi og eftirlitsmaður UEFA er frá Calais í Frakklandi þessum mönnum til halds og trausts eru Gunnar Gylfason starfsmaður KSÍ og Egill Már Markússon dómari.

Nú er lítið annað að gera en að skella sér á völlinn og fylgjast með skemmtilegum leik.

Hérna í lokin leik ég fylgja með leikmannahópana hjá liðunum ogkkar hópur klipptur til eins og hann er í dag, að því er mér skilst, og svo hópur B36 eins og hann er sendur inn til UEFA.

Leikmannahópur ÍBV
Markmenn
Hrafn Davídsson 30.10.1984 ISL
Birkir Kristinsson 15.08.1964 ISL

Varnarmenn
Bjarni Hólm 05.10.1984 ISL
Hilmar Björnsson 18.07.1986 ISL
Páll Hjardar 26.04.1979 ISL
Pétur Runólfsson 20.11.1981 ISL
Bjarni Geir Vidarsson 11.10.1979 ISL

Miðjumenn
Anton Bjarnason 25.07.1987 ISL
Bjarni Einarsson 06.09.1983 ISL
Heimir Snær 13.06.1984 ISL
Ian David Jeffs 12.10.1982 ENG
Atli Jóhannsson 05.10.1982 ISL
Egill Jóhannsson 18.07.1988 ISL
Matthew Platt 15.10.1983 ENG

Framherjar
Steingrímur Jóhannesson 14.06.1973 ISL
Einar Kárason 16.03.1987 ISL
Andrew Sam 01.11.1982 ENG
Petur Sigurdsson 21.08.1984 ISL

Leikmannahópur B36

Markmenn
Egin Høgnesen 20.08.1970 FAR
Jákup Mikkelsen 14.08.1970 FAR
Magnus Poulsen 16.04.1980 FAR

Varnarmenn
Alex Dos Santos 28.03.1981 BRA
Jóhan Gunnarsson 01.09.1987 FAR
Tórdur Henkre 13.08.1986 FAR
Herbert Jacobsen 01.12.1979 FAR
Kenneth Jacobsen 11.05.1981 FAR
Bardur Joensen 10.03.1985 FAR
Danjal Johansen 03.07.1967 FAR
Pól Thorsteinson 17.11.1973 FAR

Miðjumenn
Fródi Benjaminsen 14.12.1977 FAR
Levi Hanssen 24.02.1988 FAR
Eydun Højgaard 07.03.1979 FAR
Ingi Hojsted 12.11.1985 FAR
Niels Joensen 19.02.1982 FAR
Klemint Matras 20.05.1981 FAR
Heini Skorini 14.05.1983 FAR
Mikkjal Thomassen 12.01.1976 FAR

Framherjar
Abele Ekeke 07.11.1980 NGA
Bogi Hermansen 03.06.1986 FAR
Bergur Midjord 20.04.1985 FAR
Allan Mørkøre 22.11.1971 FAR
Thomas Rubelesen 13.06.1986 FAR
Wellington Soares 20.01.1978 BRA