Fótbolti - Leikur ÍBV og Vals í næstu viku settur á kl. 21.00

14.jún.2005  16:11
Setning Shellmótsins fimmtudaginn 23. júní hefur gert það að verkum að leikur ÍBV og Vals í Landsbankadeild karla hefur verið settur á klukkan 21.00, þ.e.a.s. að lokinni setningu Shellmótsins - eða kannski er réttara að segja að leikurinn sé settur á sem lokahnykkurinn í annars skemmtilegri setningarathöfn.
Þarna er líka tilvalið tækifæri fyrir okkur að slá aðsóknarmetið á Hásteinsvöll, það er að segja ef veðurguðirnir slá okkur ekki ryk í augu.
Svona lítur þetta allavega út núna en nánari upplýsingar þegar nær dregur, einbeitum okkur fyrst að leiknum við Þrótt á fimmtudaginn og svo er bikarleikurinn við Lefitur/Dalvík á sunnudaginn áður en að kemur að þessu