Handbolti - Grétar og Þorgils í U-86 landsliðið

31.maí.2005  10:57
Grétar Þór Eyþórsson og Þorgils Orri Jónsson hafa verið valdir í æfingahóp U-86 landsliðsins í handknattleik. Landsliðið tekur þátt í European Open Championship sem fram fer í Gautaborg 5.-9.júlí n.k. Þorgils hefur verið í þessu landsliði að undanförnu en Grétar hefur áður verið valin í æfingahóp. Þetta er góð viðurkenning fyrir strákana en þeir hafa lagt mikið á sig í vetur og eru framtíðarleikmenn ÍBV.