Fótbolti - 45 mínútna hraðbolti

08.apr.2005  18:08

Í dag spiluðu strákarnir ásamt FH-ingum og Valsmönnum 3 sinnum 45 mínútur, þ.e.a.s. allir léku við alla og var hver leikur 45 mínútur. Þarna var tækifærið notað og rennt yfirhópinn og þeir sem lítið hafa fengið að spila voru notaðir. Einar Hlöðver og Atli Yo komu líka aftur þarna inn eftir meiðsli skildist mér og eru þeir allir að koma til sem að sjálfsögðu hið besta mál. Kjúklingarnir Hilmar, Anton, Egill og Elvar Aron spiluðu allan tíman og að sögn Kiddi Gogga fararstjóra stóðu þeir sig vel, eins og við var að búast. Leikirnir fóru þannig að Valsmenn unnu okkur 1-0 og við gerðum jafntefli við FH 1-1 og var það Pétur Runólfsson sem skoraði markið fyrir okkar menn. Kiddi sagði að rétt eins og í gær gegn Valsmönnum hafi það sama verið uppi á teningnum í dag og við áttum færin en þeir skorað, við skutum t.d. 2 í slána í leiknum núna áðan en allt kom fyrir ekki. Kiddi var að flýta sér út að borða og gaf sér því ekki tíma til að koma með neina ítarlega skýrslu um þetta allt saman en ég hnoða einhverju saman ef ég fæ frekari fréttir.

Næst leikum við gegn Grindvíkingum á mánudaginn. Liðið mun svo halda heim á leið á þriðjudag.