Fótbolti - Þórarinn Ingi og Eiður Aron á úrtaksæfingar KSÍ

09.mar.2005  13:02
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa verið valdir á úrtökuæfingar U-16 landsliðs Íslands. Eru þessar æfingar undir stjórn Freys Sverrissonar og fara fram í Reykjaneshöll dagana 12. og 13. mars.
 
 
Er þetta kærkomið tækifæri fyrir drengina að sýna hvað í þeim býr enda mjög efnilegir drengir þar á ferð