Handbolti - Stelpurnar okkar lögðu Víking 29-23

17.feb.2005  23:56
Í kvöld léku stlelpurnar okkar gegn Víkingi og báru sigur á bítum 29-23. Eftir að hafa leitt í hálfleik 16-11.  Sigur okkar stelpna var aldrei í hættu og leiddu þær allan leikinn fyrir utan fyrstu mínúturnar er Víkingur komst m.a. í 1-4.  En okkar stelpur náðu að saxa á forskotið og náðu að minnka muninn í 3-5. 
 
Þá tók við besti kafli liðsins í leiknum er stelpurnar með nokkrar ungar í broddi fylkingar náðu að skora 8 mörk í röð gegn engu gestanna og breyta stöðunni í 11-5.  Eftir það var aldrei spurning hvor megin sigurinn mundi enda.
 
Það sem skóp þennan sigur var liðsheildin og var gaman að sjá ungu stúlkurnar standa fyrir sínu.  Það er greinilegt að þær hafa tekið miklum framförum í vetur og er það sérstaklega að þakka það að loks hefur tekist að halda úti unglingaflokki að einhverju viti í fjölda ára.  Þá var gaman að sjá til Önnu Perez sína gamalkunna takta og er hún að komast í sitt gamla form.
 
 
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Alla 7/1, Anastasia 6, Ester 5/2, Tatjana 3, Ana 2, Guðbjörg 2, Eva 2 og Hildur 2.
 
Florentina varði 21 skot í markinu.
 
Markaskorarar Víkings voru:
Natasa 10, Eygló 4, Ásta Björk 3, Steinunn 2, Helga 2, Helga Birna 1 og Margrét 1.