Handbolti - Góður árangur hjá 5.flokki kvenna

26.jan.2005  13:21

5.flokkur kvenna tók þátt í 2.móti Íslandsmótsins um s.l. helgi og náði mjög góðum árangri.  A-liðið hafnaði í 2.sæti og B-liðið í 7.sæti.  Unnur Sigmarsdóttir þjálfari stelpnanna sagði að þetta væri góður árangur miðað við að margir leikmenn hafi verið með flensu þegar að mótið var.  Unnur sjálf var einnig með flensu en lét það ekki stöðva sig, t.d. þurfti hún að stjórna liði sínu hálf liggjandi á bekknum í einum leiknum. Í úrslitaleiknum í A-liðum léku stelpurnar við Stjörnuna og fór sá leikur í framlengingu eftir stelpurnar höfðu verið yfir nánast allan leikinn.  Unnur sagði að stelpurnar hefðu verið óheppnar í leiknum og misnotuðu t.d. tvö víti og dauðafæri.  En þetta er glæsilegur árangur hjá stelpunum og er framtíðin mjög björt hjá þessum stelpum.