Fótbolti - Nýr hópaleikur hefst um næstu helgi

25.jan.2005  12:09
 
Ákveðið hefur verið að fara af stað með nýjan hópaleik um næstu helgi skráning er hafin og geta áhugasamir sett sig í sambandi við Oddnýju í símum 481 2060 eða 693 1597.. Einnig er hægt að skrá hópinn á netinu með því að senda tölvupóst á fotbolti@ibv.is eða ibvtipp@simnet.is , menn og konur eru hvött til að skrá sig sem fyrst og skora á félagana að vera með, svona til a skapa smá ríg á heimilum og vinnustöðum
Munið að þær raðir sem tippaðar eru í gegnum tölvufélagsins í Týsheimilinu færa félaginu hærri prósentutölu af hverjum miða.
 
Verðlaun fyrir síðasta hópaleik verða afhent á laugardaginn.

Getraunanúmerið okkar er 900 - fyrir þá sem ekki þora að koma í Týsheimilið en rétt er að benda þeim á að Oddný , Hafsteinn og Örn Hilmis bíta ekki
 
Áfram ÍBV