Handbolti - Roland var hvíldur gegn Svíum í dag

06.jan.2005  21:17
Ísland tapaði í dag í seinni leik sínum gegn Svíum í Skövde 36-31 í dag eftir að hafa verið yfir 16-17 í hálfleik. 
 
Okkar maður, Roland Eradze, lék ekki í leiknum þar sem hann var hvíldur.  Þótt Rolands nyti ekki við þá vorum við með okkar fulltrúa í markinu þar sem Birkir Ívar Guðmundsson stóð vaktina í hluta af leiknum og varði 8 skot þar af 2 víti, Hreiðar Guðmundsson varði 6 skot þar af 1 víti.
 
 
Mörk Íslands skoruðu:
Einar Hólmgeirsson 10, Róbert Gunnarsson 7/2, Alexander Petersson 4, Dagur Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 2, Markús Máni Michaelsson 1, Vilhjálmur Hallórsson 1, Vignir Svavarsson 1, Logi Geirsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1