Fótbolti - Allt truflað

13.des.2004  13:43
- hópaleikurinn að klárst -
 
Þegar ein umferð er eftir í hópaleiknum er staðan svo jöfn í Spekingadeildinni að þrengslin á toppnum minna á þegar þeir bræður Júlíus og Þorteinn Hallgrímssynir berjast um hvor verði á undan í Jólaölið. Fjórir hópar eru jafnir í efsta sæti en aðeins skilja 2 stig að efstu 10 liðin. Í lúðadeildinni eru kátir piltar kátari en aðrir hópar þessa dagana því þeir eru með 2 stiga forskot þegar ein umferð er eftir og er því mikið fjör í gangi hjá þeim félögum Halla Bedda og Magga Steindórs, en þeir skipa hópinn kátir piltar. Síðasta umferðin fer fram um næstu helgi og verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þá.
 
Næsta laugardag verður boðið upp á súpu og brauð í Týsheimilinu og þá er aldrei að vita nema að Oddný verði líka með Jólaöl, piparkökur og konfekt á borðum - það er því um að gera að láta sjá sig í Týsheimilinu á laugardaginn.
 
Stöðuna í hópaleiknum má sjá undir fótbolti og svo getraunir